Leikskólinn Ösp tók til starfa árið 1980 og er staðsettur við Iðufell 16, 111 Reykjavík. Í leikskólanum eru þrjár deildir og 57 börn.
Leikskólastjóri er Sólveig Þórarinsdóttir  og aðstoðarleikskólastjóri er Þuríður Óttarsdóttir.

Leikskólinn Ösp eru litill og heimilislegur skóli sem er staðsettar í miðju íbúðahverfi. Stutt er í náttúruparadís Elliðárdalsins. Í samræmi við það er lögð áhersla á umhverfismennt og útinám, ásamt auðugu málumhverfi. Við viljum hafa rólegt og heimilislegt andrúmsloft, þannig að öllum finnist notalegt að koma til okkar, hvort sem er í lengri eða skemmri tíma.

Leikskólanum Ösp er hópur af ungum námsmönnum á aldrinum eins til sex ára. Helstu einkenni hópsins eru forvitni,lífsgleði,og áhugi. Við erum einnig með glæsilegan starfsmannahóp sem heldur vel utan um allan leikskólann. Við erum mjög stolt af starfinu okkar, öllum leikskólanum og því umhverfi sem við erum í.
Leiðarljósin okkar eru: Málrækt, vellíðan, jafnrétti, leikur, lýðræði, sköpun  þau eiga að einkenna allt okkar starf.

Á Ösp  eru þrjár deildir Yngstu börnin eru á Skýjalandi, næst yngstu börnin eru á Regnbogalandi og elstu börnin eru á Stjörnulandi.

  • Leikskólinn Ösp
Close Menu