Leikskólinn Ösp tók til starfa árið 1980 og er staðsettur í hjarta Fellahverfis. Í leikskólanum eru þrjár deildir og samtals 52 börn.
Leikskólastjóri er Dóra (Halldóra Sigtryggsdóttir). Sími: 411-3311

Leikskólinn Ösp er lítill og heimilislegur skóli staðsettur í miðju íbúðahverfi. Stutt er meðal annars í Borgarbókasafnið Gerðubergi og náttúruparadís Elliðaárdalsins. Í leikskólanum er hópur af ungum námsmönnum á aldrinum eins til sex ára. Helstu einkenni hópsins eru forvitni, lífsgleði og áhugi. Við erum einnig með glæsilegan starfsmannahóp sem heldur vel utan um allan leikskólann. Við erum mjög stolt af starfinu okkar, öllum leikskólanum og því umhverfi sem við erum í.

Starfsemi skólans leggur mikla áherslu á auðugt málumhverfi, umhverfismennt, málörvun og fjölmenningu. Stór og veigamikill þáttur í okkar daglega starfi er málörvun og byggja upp ríkan og vandaðan orðaforða hjá nemendum okkar. Við erum samstarfsaðilar í þróunarverkefninu „Okkar mál“ en það byggir á samstarfi um menningu, mál og læsi í Fellahverfi.

Málrækt, vellíðan, jafnrétti, leikur, lýðræði, sköpun eru leiðarljós okkar á Ösp, ásamt því að einkenna allt okkar starf. Við viljum hafa rólegt og heimilislegt andrúmsloft, þannig að öllum finnist notalegt að koma til okkar, hvort sem er í lengri eða skemmri tíma.

Á Ösp eru þrjár deildir: