Sumarleyfi og opnir leikskólar 2020

Sumarleyfi og opnir leikskólar 2020

  • Post category:Ösp

Kæru foreldrar/forsjáraðilar

Rétt eins og síðastliðið sumar hefur verið ákveðið að bjóða foreldrum aukinn sveigjanleika á orlofstímanum með því að hafa einn leikskóla í hverju hverfi opinn allt sumarið 2020.

Eins og undanfarin ár munu leikskólar ykkar barna loka í 4 vikur yfir sumarið. Sumarlokunartímabilið er tekið í samráði við starfsmenn og foreldraráð leikskólans.

Öll börn í leikskólum Reykjavíkur skulu taka að minnsta kosti 20 virka daga samfleytt í sumarleyfi á sumarleyfistíma.

Ef foreldrar óska þess að taka sumarleyfi á öðrum tíma en leikskóli barnsins er hægt að sækja um að barnið sæki leikskóla sem er með sumaropnun, þann tíma sem leikskóli barnsins er lokaður. Sækja þarf um samfellt tímabil, að lágmarki í eina viku.

Rétt er að hafa í huga að flutningur á milli leikskóla getur verið sumum börnum erfiður þótt leitast verði við að starfsmaður sem fylgi barninu þekki það vel.

Einn starfsmaður úr leikskóla barnsins mun fara með börnunum sem flytjast í opna leikskólann og vera í þeim leikskóla í eina viku á meðan aðlögun stendur yfir.

Umsókn um vistun í opna leikskólann skal skila til leikskólastjóra heimaleikskóla barns í síðasta lagi 1. apríl nk. og er umsóknin bindandi.

Ef ekki er sótt um vistun í opinn leikskóla er litið svo á að barn muni fara í sumarleyfi á þeim tíma sem leikskóli þess lokar.

https://reykjavik.is/frettir/sumaropnun-i-sex-leikskolum

Dear parents/guardians

A decision has been made to extend last year’s experimental project of providing parents with flexible options of summer vacation periods by keeping one preschool open for each neighbourhood throughout the summer of 2020.

Preschools will be closed for four weeks over the summer as it has been in the past years. The summer closing period is decided in coordination with the preschool’s employees and with parents.


All pupils of Reykjavík’s preschools must take a summer vacation of at least 20 consecutive summer vacation days during the summer vacation period.

If parents wish for their child to take their summer vacation outside of the preschool’s closing period, they can apply for the child to attend one of the preschools which offer the option of summer openings of 2020. The period for which they apply must be a continuous period for at least a week.

It should be noted that transferring between preschools can be difficult for some children despite having a familiar employee accompanying them. One employee of the child’s preschool will accompany the children which will transfer to the open preschool and remain there for one week during adaptation.

The application for placement at the open preschool must be submitted to the principal of the child’s own preschool no later than the 1st of April 2020 and the application is binding.

If an application for placement in an open preschool is not submitted, the child will be registered for summer vacation during the preschool’s closing period.

https://reykjavik.is/frettir/sumaropnun-i-sex-leikskolum