Skýjaland

Dagarnir 9. – 20. september gengu mjög vel hjá okkur hér á Skýjalandi. Aðlögun hjá börnunum gekk vonum framar og líður öllum vel.  Daglegt starf á deildinni er komið í sína eðlilegu rútínu.  Hópastarfið er byrjað og lögð var áhersla á bókstafinn A og Dýrin. Fjölbreytt verkefni voru unnin í tengslum við þemastarfið. Meðal annars var málað með dýrum. Verkefnið vakti mikla gleði hjá krökkunum, og voru mörg frábær listaverk sköpuð. Greinilegt að hér eru listamenn framtíðarinnar á ferð.

Close Menu