Á Regnbogalandi eru að jafnaði 16 börn sem eru fædd árin 2016 og 2017.
Á deildinni starfa 3 starfsmenn í 100% stöðu og 3 í hlutastarfi.
Regnbogaland leggur mikla áhersla á málörvun, vináttu og félagsfærni, skapandi starf og sjálfseflingu. Unnið er í litlum hópum að settum markmiðum í málörvun, félagslegum leik og vinafærni og erum með listasmiðju fyrir skapandi starf. Við leikum okkur með fjölbreyttan efnivið, förum í leiki saman og höfum það líka oft notalegt. Einnig erum við dugleg að fara út að leika okkur, sem gefur okkur ljómandi tækifæri til að hreyfa okkur og njóta.