Það er mikilvægt að barnið hafi allan þann fatnað sem nauðsynlegur er til að þau geti tekið þátt í starfi leikskólans. Þægilegur fatnaður sem heftir ekki hreyfingar og sem má blotna og jafnvel sulla á mat eða málningu.
Útivera er hluti af daglegu starfi og því þarf klæðnaður barnanna að vera í samræmi við veðurfar. Oft breytist veðrið og þótt sólin hafi skinið að morgni getur verið komin rigning eftira hádegi. Við hvetjum foreldra til að spyrja starfsfólk álits ef þeir eru í vafa með fataval.
Fyrir ofan hólf barnanna eru kassar þar sem geymd eru aukaföt. Mikilvægt er að fara reglulega yfir þá og bæta fötum í þá eftir þörfum. Blaut og óhrein föt eiga að fara heim. Ekki er hægt að geyma töskur barnanna í hólfunum vegna þrengsla í fataherbergjum.
Tæma þarf allt úr hólfinu á föstudögum.
Fatamerkingar eru nauðsynlegar því að mörg börn eru að klæða sig í og úr á sama tíma á sama stað. Oft fer fatnaður á flakk og þá auðveldar frágang þegar fatnaður er merktur. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að starfsfólk þekki fatnað allra barnanna.
Við hvetjum foreldra til að fara reglulega yfir óskilamuni í þar til gerðum kössum sem eru í fataherbergjunum.