Föstudagurinn 8.nóvember – Dagur gegn einelti

Föstudagurinn 8.nóvember – Dagur gegn einelti

  • Post category:Ösp

Leikskólinn Ösp tekur nú þátt í verkefninu Vinátta, sem er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti.

Bangsinn Blær kom glaður hingað á leikskólann Ösp föstudaginn 8.nóvember.

En Blær lenti í miklum háska á leið sinni frá Ástralíu til Reykjavíkur. Sem betur fer kom lögreglan til bjargar og kom honum til barnanna hér á Ösp, sem biðu spennt eftir komu hans. Öll börnin fengu svo lítinn Blæ bangsa sem ætlar að minna þau á að passa upp á hvort annað og hvernig á að vera góður vinur.

Hugmyndafræði verkefnisins endurspeglast í fjórum eftirfarandi gildum:

  • Umburðarlyndi
  • Virðing
  • Umhyggja         
  • Hugrekki

Nánari upplýsingar um Vinátta, forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti:

https://www.barnaheill.is/is/starfid-okkar/verndum-born/vinatta