Í næstu viku eru þrír skemmtilegir dagar, bolludagur, sprengidagur og öskudagur.
Á bolludaginn, 15.febrúar, fáum við bollur að borða í leikskólanum, bæði í hádeginu og kaffitímanum.
Á sprengidaginn, 16.febrúar, ætlum við að borða þangað til við springum 🙂
Á öskudaginn 17.febrúar, verður ball í salnum og við munum slá köttinn úr tunninni. Þá mega allir koma í búning sem vilja.